Íslandsbærinn Old Farm

Íslandsbærinn Old Farm

Einstök upplifun

Bóka hér

Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær í gömlum stíl sem leigist út sem ein heild, staðsett í Eyjafjarðarsveit um 7km. frá Akureyrarflugvelli. Íslandsbærinn er tilvalinn staður fyrir fjölskyldur eða vini sem vilja láta fara vel um sig á yndislegum stað.
Í húsinu eru fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir sjö til átta manns, hægt er að ganga út á verönd að heitum potti úr hverju herbergi. Á rúmum er merkt rúmföt og handklæði ásamt sloppum fyrir gesti.
Tvö baðherbergi eru á staðnum með snyrtivörum, gestum að kostnaðarlausu. Rúmgóð forstofa, fullbúin þvottaaðstaða. Stofa, borðstofa og eldhúsið í Íslandsbænum inniheldur öll helstu þægindi til þess að þú/þið njótið veru ykkar sem allra best. Má þar nefna: vandaður borðbúnaður fyrir 12 manns, ísskápur með klaka og vatnsvél, vínkælir, örbylgjuofn, eldavél, bakaraofn svo eitthvað sé nefnt.
Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins.

Við húsið er meðal annars sólpallur með heitum potti, grillaðstöðu og upphitaðri geymslu fyrir skíða og golfbúnað.

Verk eftir listakonuna Sunnu Björk prýða veggi staðarins.

Sé þess óskað er hægt að panta morgunverðartrog, vinsamlegast sendið þá póst á: oldfarm@oldfarm.is


Show more rooms

Our Highlights and Features

Innifalið í verði
Innifalið í verði eru afnot af rúmfötum, handklæðum, sloppum og þrif að dvöl lokinni
Þrif
Í Íslandsbænum eru allir snertifletir eins og rofar, handföng, fjarstýringar, bekkir, borð og stólar þrifið með spritti
Bílastæði
Bílastæðin við Íslandbæinn eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að hlaða rafmagns bíl án endurgjalds
Gæludýr
Gæludýr eru ekki leyfð í Íslandsbænum Old Farm 
Frábær staðsetning
Íslandsbærinn er staðsettur 12 km. frá miðbæ Akureyrar og 7 km. fjarlægð frá Akureyrar flugvelli
Frítt WiFi
Í Íslandbænum Old Farm er frítt Wifi

Algengar spurningar og svör við þeim.

Er fullbúið eldhús í Íslandbænum Old Farm?

Í Íslandsbænum Old Farm eru öll helstu tæki sem þarf til að elda, einnig er grill á veröndini fyrir gesti húsins. 


Eru einhverjar matvöruverslanir nálægt Íslandsbærinn Old Farm?

Það eru engar matvöruverslanir nálægt Íslandsbænum, næsta matvöruverslun er á Akureyri, þar er Netto, Bónus og Hagkaup. Einnig eru verslanir eins og Samkaup strax og Iceland sem eru opnar allan sólahringinn.
    

Er einhver þjónusta eða afþreying í nágreninu?

Í göngufjarlægð er sundlaug, íþróttahús og tjaldstæði, ásamt Jólagarðinum, Bakgarðinum og Eplakofanum. 

Er hægt að leigja eitt herbergi í Íslandsbænum Old Farm?

Íslandsbærinn Old Farm er alltaf leigður út sem ein eining, þannig að sá sem leigjir húsið hefur það út af fyrir sig. 

Get In Touch

Contact Us

Please contact us if you have any questions or special requests

Phone:
Email:
oldfarm@oldfarm.is
Booking
Bóka hér
Trip Advisor:
View Our Profile
Address:
iceland, Akureyri, Eyjafjarðarbraut vestri